Neðsta röð f.v.: Halla Sigrún Sigurðardóttir, Hildur Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristín Lúðvíksdóttir, María Jóna Magnúsdóttir. Miðju röð f.v.: Ágúst Elvar Bjarnason, Almar Barja, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Lárus M. K. Ólafsson. Efsta röð f.v.: Margrét Arnheiður Jónsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir og Benedikt S. Benediktsson.
Á myndina vantar: Guðmund H. Sigurðarson, Guðnýju Halldórsdóttur, Gunnar Val Sveinsson, Pál Ásgeir Guðmundsson, Pétur Blöndal, Ragnheiði Björk Halldórsdóttur, Sigurð Friðleifsson, Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur.
Um samstarfið
Við lifum á miklum umrótatímum þar sem loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorunin. Ísland hefur sett sér metnaðarfullt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman, móti sér stefnu og taki metnaðarfullar og aðgerðadrifnar ákvarðanir.
Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir því sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að markmið náist. Enn fremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti.
Í því skyni var ákveðið að koma á legg loftslagsvegvísum atvinnulífsins (LVA), sem ramma inn tillögur um aðgerðir og úrbætur sem snúa að atvinnulífinu og stjórnvöldum til að stuðla að því að loftslagsmarkmið Íslands náist.
Loftslagsvegvísar atvinnulífsins eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega, en einnig verður hægt að bæta við atvinnugreinum eftir því sem verkefninu vindur fram.
Vegvísarnir eru unnir á forsendum íslensks atvinnulífs með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Mikil áhersla var lögð á víðtækt samráð við gerð vegvísanna til að þeir endurspegluðu fjölbreytileika íslensks atvinnulífs og til að efla umræðu um viðfangsefnið innan atvinnugreina.
Fylgstu með framvindunni og skráðu þig á póstlista LVA hér.