Loftlagsvegvísar atvinnulífsins

Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Staðan í dag

Heildarlosun á CO2 frá sjávarútvegi mældist 565 þúsund tonn árið 2021. Losunin hefur verið tæplega helmingi minni á undanförnum árum en hún var undir lok síðasta áratugar. Árið 2022 kom þó bakslag þegar kom til skerðinga á raforku til fiskimjölsverksmiðja. Langstærstur hluti samdráttar er tilkominn vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi.

Margir samverkandi þættir skýra árangurinn en hæst ber fiskveiðistjórnunarkerfið enda gætir áhrifa þess á flesta aðra þætti sem koma við sögu. Kerfið sjálft hefur leitt til framþróunar í sjávarútvegi en vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem veiðar Íslendinga byggjast á, hefur tekist að stækka fiskistofna. Stækkun mikilvægra stofna hefur tvíþætt áhrif á eldsneytisnotkun. Hægt er að veiða meira úr þeim stofnum, út frá veiðihlutfalli, og leit að fiski og veiðarnar verða auðveldari sem leiðir til mun minni notkunar á eldsneyti.

Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað í nýjum tækjum og búnaði en auk þess hefur aukin vitund um loftslagsmál ýtt undir breytta orkunotkun og fjárfestingu í sparneytnari skipum. Sjávarútvegur hefur sannarlega dregið vagninn þegar kemur að því að draga úr í kolefnislosun en betur má ef duga skal. Í þessum vegvísi voru greindar ferns konar áskoranir sem eru fram undan í sjávarútvegi til að ná markmiðinu um 55% samdrátt í losun árið 2030: 

1. Olíunotkun íslenskra fiskiskipa 

2. Útblástur vegna kælimiðla 

3. Olíunotkun fiskimjölsverksmiðja

4. Úrgangur

296

milljarðar króna

Útflutningur sjávarafurða í milljörðum króna á föstu gengi ársins 2021.

Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og sjávarútvegs að skapa umgjörð svo greinin geti haldið áfram að leggja sitt af mörkum til þeirra nauðsynlegu skrefa sem stíga þarf í loftslagsmálum.
- Ólafur H. Marteinsson, forstjóri Ramma og formaður SFS.

Áskoranir

Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og sjávarútvegs að skapa umgjörð svo greinin geti haldið áfram að leggja sitt af mörkum til þeirra nauðsynlegu skrefa sem stíga þarf í loftslagsmálum. Auk úrbóta sem lagðar eru til í loftslagsvegvísi sjávarútvegs er lykilforsenda að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta.

Ein af grunnforsendum þess að vinna að loftslagsmarkmiðum er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir. Aðgerðir í sjávarútvegi lúta allar ESR-reglugerðinni (e. Effort Sharing Regulation) um sameiginlegar efndir ríkja innan ESB- og EES-landa um að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Hér undir fellur til dæmis losun frá vegasamgöngum, skipum sem sigla á milli íslenskra hafna, orkuframleiðslu og smærri iðnaði, F-gösum, landbúnaði og úrgangi. 

Ólafur H. Marteinsson, forstjóri Ramma og formaður SFS.

Úrbætur

1.  Olíunotkun íslenskra fiskiskipa  

SJÁVARÚTVEGUR:

  • Endurnýjun skipaflota: Endurnýjun flota sem kominn er á aldur með orkunýtingu í fyrirrúmi. 
  • Orkunýting: Rekstrarráðstafanir og tæknilegar aðgerðir. 

STJÓRNVÖLD:

  • Tryggja fjármagn til landtenginga. 
  • Styrkja stoðirnar, kerfið og hafrannsóknir. Tryggja þarf nægjanlegt fjármagn til Hafrannsóknastofnunar til að hægt sé að sinna öflugri vöktun helstu nytjastofna. 
  • Tryggja næga orku (þ.m.t. heitt vatn) í höfnum á samkeppnishæfu verði. 
  • Hvatar til fjárfestinga til að flýta endurnýjun skipaflota: Orkusparnaður er metinn um 20% þegar gömlu skipi er skipt út fyrir nýtt og áætlað er að 20% af kostnaði við nýsmíðar kemur til vegna hámörkunar á orkunýtni og þar með umhverfislegum ávinningi. 
  • Íblöndun: Tryggt verði lífeldsneyti í íblöndun sem uppfyllir Evrópustaðla og staðla frá vélaframleiðendum á samkeppnishæfu verði. 
  • Hvatar til orkuskiptaverkefna. 

2. Útblástur vegna kælimiðla   

SJÁVARÚTVEGUR:

  • Endurnýjun kælikerfa: Fjárfesting í kælikerfum án útblásturs. 

STJÓRNVÖLD:

  • Leiðrétting loftslagsbókhalds: Útreikningar verði bættir svo skráning vegna kælimiðla í fiskiskipum verði nær raunlosun. 
  • Fjárhagslegar ívilnanir: Stutt sé við grænar fjárfestingar og útskiptingu á þeim kerfum sem eftir standa. 

3. Olíunotkun fiskimjölsverksmiðja

SJÁVARÚTVEGUR:

  • Orkuskipti: Rafvæðing verksmiðja sem ekki hafa nú þegar verið rafvæddar. 

STJÓRNVÖLD:

  • Örugg raforka: Tryggð sé næg raforka svo allar verksmiðjur geti gengið fyrir rafmagni árið 2030 og afhendingaröryggi sé tryggt á öllum stöðum. 
  • Styrking flutningskerfis: Svo ráðast megi í fjárfestingar við að rafvæða þær verksmiðjur sem eftir standa er nauðsynlegt að styrkja flutningskerfi raforku.
  • Skilvirkar leyfisveitingar: Stjórnvöld geri leyfisveitingarferli skilvirkara svo orkufyrirtæki geti framleitt næga orku fyrir árið 2030.

4. Hringrás úrgangs 

SJÁVARÚTVEGUR:

  • Endurnýting og flokkun: Áfram verði haldið að flokka sorp sem fellur til á sjó og landi og skapa verðmæti úr öllu hráefni, umhverfisáhrif lágmörkuð og sóun útrýmt. 
  • Endurvinnsla veiðarfæra: Áframhaldandi áhersla á endurvinnslu veiðarfæra. 

STJÓRNVÖLD:

  • Veiðarfærasamningur: Brýnt er að ráðherra samþykki veiðarfærasamning SFS, veiðarfæragerða og Úrvinnslusjóðs. 
  • Móttökuaðstaða í höfnum: Koma verður upp samræmdri móttökuaðstöðu í höfnum fyrir flokkaðan úrgang frá skipum. 

Heildarmarkmið

55% samdráttur

Skýr og mælanleg vegferð um samdrátt í olíunotkun íslenskra fiskiskipa og fiskimjölsverksmiðja, útfösun kælimiðla og minni úrgang.

Gögn frá UST og fyrirtækjum.

*Losun vegna olíunotkunar íslenskra fiskiskipa er vegna ársins 2021, olíunotkun fiskimjölsverksmiðja, kælimiðla og úrgangs er vegna ársins 2022.

Um samstarfið

Leiðtogi sjávarútvegsins er Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður SFS. 

Hagaðilar

Sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálafyrirtæki, orkuframleiðendur, sjómannaforysta, þjónustuaðilar, umbúðaframleiðendur, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Hafró, Matvælaráðuneyti, Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, skipahönnuðir, vélaframleiðendur, veiðarfæragerðir, umhverfissamtök, Blámi, Grænvangur, flutningsaðilar, Sjávarklasinn, Running Tide, sveitarfélög og hafnir, aðilar úr rannsóknar-, háskóla, og nýsköpunarsamfélaginu, fyrirtæki í fullnýtingu afurða, upplýsingafyrirtæki, úrgangsfyrirtæki, flokkunarfélög.

Hafa samband 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Hildur Hauksdóttir, verkefnastjóri loftslagsvegvísis sjávarútvegsins:
hildur@sfs

Lesa ítarefni

296

milljarðar króna

Útflutningur sjávarafurða í milljörðum króna á föstu gengi ársins 2021.